Jólaverkstæði á öllum deildum

Í dag var hinn árlegi jólaverkstæðisdagur í Krummakoti. Settar voru upp föndurstöðvar á öllum deildum og nemendur úr 6. bekk grunnskólans komu og aðstoðuðu leikskólanemendur eftir föngum. Fallegir skrautmunir litu dagsins ljós og munu sumir þeirra prýða fallega jólatréð sem foreldrafélagið gaf skólanum í byrjun aðventunnar. Read more

Dagur íslenskrar tungu

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar tungu með því að allir nemendur leikskólans komu saman á Öspinni þar sem búið var að útbúa svið úr holukubbunum og áhorfendasvæði þar fyrir framan. Nemendur á öllum deildum stigu á svið og sungu fyrir gestina sem voru auk annarra nemenda leikskólans og starfsfólk, nemendur 1. bekkjar og nokkrir úr hópi foreldra. Til hamingju með daginn og munum að á íslensku má alltaf finna svar en það var einmitt textinn sem elstu nemendur fluttu.

Starfsáætlun Krummakots 2016 – 2017

Starfsáætlun leikskólans má skoða undir tenglinum Starfsáætlun og eru foreldrar hvattir til að kynna sér hana.

Viðburðir

Á döfinni:

2. des. Slökunardagur
7. des. kl. 10:35. Nemendur úr 7. bekk koma og lesa á deildum
8. des. kl. 9:55. Jólaverkstæði á öllum deildum. Nemendur úr 6. bekk koma og leggja lið.
9. des. Rauður dagur
12. des. kl. 10:00. Heimsókn í Jólagarðinn
16. des. kl. 14:00. Litlu jól í Laugarborg og foreldrakaffi í leikskólanum
21. des. Valdakakó
23. des. Þorláksmessa. Jólahúfudagur
24. des. Aðfangadagur
25. des. Jóladagur
26. des. Annar í jólum
31. des. Gamlársdagur

Starfsdagar skólaárið 2016 - 2017:
9. ágúst.
Lokað 8:00 - 12:00.
15. september.
Lokað 8:00 - 16:00.
16. september.
Lokað 8:00 - 16:00.
24. nóvember.
Lokað 12:00 - 16:00.
10. febrúar.
Lokað 8:00 - 16:00.
3. mars.
Lokað 8:00 - 16:00.
2. maí.
Lokað 8:00 - 16:00.

Sumarlokun 2017:
10. júlí - 8. ágúst.