Fréttir frá Eikinni

Nú fer vetrarstarfið að hefjast hér á Eikinni, og hér í leikskólanum.

Stafir: Á þriðjudaginn vorum við hópastarfi og byrjuðum að skoða stafinn A a. Einnig finnum við orð sem byrja á sama hljóði og eitthvað sem við finnum í leikskólanum og setjum á þar til gert stafaborð á deildinni. Einnig skrifum við nafnið á dótinu og setjum á borðið þannig að orðið verði einnig sjónrænt. Við syngjum svo stuttar vísur um stafinn og lesum upp úr stafabókum fyrir börnin. Allir fá blað með staf vikunnar og lita. Þessu er svo haldið til haga í gámum barnanna og í vor mun verða komin fínasta stafabók. Í hverri viku munum við byrja á nýjum staf. Mikill spenningur er yfir þessu og erum við oft að spá í fleiri orð til dæmis í matartíma eða útiveru.

Borðstjórar:´Á hverjum degi eru tveir borðstjórar sem sjá um að leggja á borð í hádeginu. Þeir fara aðeins fyrr inn og koma svo upp á Eikina og segja hvað er í matinn og bjóða öllum að gjöra svo vel.

Tónlistin: Verður hjá Maríu Gunnarsdóttur á þriðjudögum kl.9:00-9:30

Íþróttahús: Erum að finna tíma fyrir íþróttahús og munum við láta vita þegar það verður komið á hreint.

Morgunmatur: Nú verðum við aðeins með ristað brauð 1x í mánuði á föstudögum. Hina föstudagana verður hafragrautur.

Pappírsnotkun: Nú erum við byrjuð að nota pappír til að þurrka hendurnar með og fá allir spritt eftir handþvott.

Með kveðju um gott samstarf og góðan vetur 🙂

Heleen  og Elín Hulda