Furan – 31. ágúst – 4. september

Nú er starfið hjá okkur nánast komið í fastar skorður.  Báðir hóparnir (þ.e. Öspin og Furan) byrjuðu í íþróttahúsinu í vikunni.  við verðum á hverjum mánudegi í vetur.  Það var mikil tilhlökkun og spenningur hjá krökkunum að komast aftur í íþróttahúsið og skemmtu sér allir mjög vel.

Krakkarnir á Öspinni byrjuðu í tónlist á þriðjudaginn hjá Maríu tónlistarkennara,  þetta verður fastur viðburður á þriðjudögum í vetur, tíminn byrjar kl 9:40 og er í 30-40 mín.

Á miðvikudaginn fóru báðir hóparnir í göngutúr.  Krakkarnir á Furunni fóru í göngutúr í garðin til Heiðdísar Fjólu, það var mjög skemmtilegt og spennandi að leika í öllu dótinu þar, einnig týndum við laufblöð sem við ætlum að gera e-h skemmtilegt með í næstu viku.

Krakkarnir á Öspinni fóru og týndu laufblöð og eru búin að búa til mjög skemmtilegar myndir úr þeim sem verða væntanlega til sýnis inni á  deildinni innan skamms :)´

Í dag föstudag er svo bókardagur hjá okkur og komu börnin með bækur að heiman til að skoða og sýna hinum á deildinni, mjög notaleg stund sem skapast við að skoða saman bækur: