Frá Eikinni

Í íþróttahúsi fórum við í ævintýralega skógarferð sem upphitun. Þar voru til dæmis tröll, dvergar og einhyrningar. Þar æfðum við alls kyns teygjur, hreyfingar og hopp t.d. valhopp. Síðan var farið í að hlaupa í skarðið.
Í hópastarfi töluðum við um vinsemd, hlustuðum á bókina um Andra og Eddu sem fara í skóla. Í framhaldi var sjálfsmynd teiknuð og mynd af vini teiknuð við hliðina.
Málningardagur er í dag. Við máluðum í tilefni þess og þeir sem vildu fengu skrautleg andlit.
Á mánudaginn kemur slökkviliðið í heimsókn til okkar.´

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.
Elín Hulda og Heleen