Furan – 7. -11. september

Furan 7-11 september

Það er margt og mikið búið að gera í vikunni. Það var íþróttahús hjá báðum hópum á mánudaginn og er það alltaf jafn gaman og börnin mjög dugleg að taka þátt og fá þau mikla útrás á öllum hlaupunum og æfingunum sem við gerum. Á þriðjudaginn

var tónlist hjá hópnum sem er á Öspinni, það er alveg rosalega gaman að fylgjast með þeim og sjá hvað þau hafa gaman af þessu, breytt bros á hverju andliti.

Á þriðjudaginn og fimmtudaginn (verður framvegis á miðvikud) var hópurinn á Furunni í hópastarfi, á miðvikudaginn gerði rauði hópurinn haustmynd undir stjórn Helgu en Guli hópurinn gerði svipaða mynd á fimmtud.

Á miðvikudag og fimmtudag var hópurinn á Öspinni í hópastarfi og bjuggu þau til vasa úr mjólkurfernum og bjuggu til blóm í þá , þessa fallegu vasa og blóm er hægt að sjá í glugganum á Öspinni.

Í dag föstudag er hjóladagur hjá okkur og er það alltaf jafn gaman og mikið fjör.