Furan – 14. – 18. september

Furan 14-18 september

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið að vanda og það er alltaf jafn gaman.  Á þriðjudaginn var tónlist hjá hópnum á Öspinni.

Á miðvikudaginn átti hann Victor afmæli og varð hann 4 ára gamall, óskum við honum til hamingju með daginn.  Hann kom með bók sem við lásum í samverustund og svo kom hann með geisladisk sem krakkarnir hlustuðu á.  Við byrjuðum á því núna í haust að flagga íslenska fánanum þegar það er afmæli og var það að sjálfsögðu gert fyrir Victor.

Á fimmtudaginn fór hópurinn á Furunni í göngutúr, þau löbbuðu að Reykánni og fundu sér þar grjót sem við ætlum svo að vinna með í hópastarfi í næstu viku.  Hópurinn á Öspinni gerði tauþrykk með laufblöðum, mjög skemmtilegar myndir sem kom út úr því hjá þeim.

Í dag föstudag er svo rauður dagur í leikskólanum og komu flestir í e-h sem rautt var í, dagurinn verður svo nýttur í útiveru í þessu fallega haustveðri sem vonandi helst daginn á enda og frjálsum leik inni.