Dygðafiskur fer af stað !

Nú erum við búin að ræða aðeins um vinsemd og af því tilefni ætlar dygðabangsinn að fara á kreik. Nú erum við með dygðafiskinn Sylvíu, nafnið valið eftir miklar vangaveltur og ýmsar hugmyndir á nafni 🙂

Sylvía byrjar að heimsækja þann fyrsta í stafrófinu og svo koll af kolli. Hún fer heim með þeim eftir skóla og gistir eina nótt. Einhver á heimilinu getur svo skrifað um það hvað gert var í tengslum við dygðina. Ekki þarf að skrifa ritgerð eða kvíða fyrir þessu 🙂 aðeins stutt umsögn. Barnið fær svo næsta dag að sitja með Sylvíu og segja frá því hvað þau gerðu og svo les kennari upp úr bókinni.

Í hópastarfi á fimmtudag þá máluðum við skeifu, þræddum svo laufblöð, köngla og ber upp á vír og vöfðum skreytta vírnum svo utan um skeifuna. Gekk þetta vel og varð úr hið skemmtilegasta skraut 🙂

Nú erum við byrjuð að taka könnunina Hljóm og munum verða að því næstu vikur. Foreldrar/forráðamenn fá svo að vita þegar út úr könnuninni kemur. Þetta er skemmtilegur leikur fyrir börnin og kennarann, alls engin kvöð 🙂

Nú höfum við verið með mynd vikunnar. Hún er valin á föstudegi eða mánudegi og hangir uppi út vikuna. Allir setja myndina sína inn í miðju samveruhringsins, við sitjum öll í hring, allir fá einn kubb og leggja þeir hann á myndina sem þeir vilja að verði mynd vikunnar. Ekki má velja sína mynd. Síðan teljum við hvar flestir kubbar eru og þannig er lýðræðislega kosin mynd vikunnar.

Í dag byrjar fyrsti hópur í Davis hjá Sigurveigu. Hópnum er skipt í fjóra hópa, alveg eins og skipt er í hópastarfi og fer hver hópur einu sinni í viku.

Njótið vikunnar og sýniði hvort öðru vinsemd 🙂