Foreldrakaffi á Furunni

Í dag er foreldrakaffi frá kl. !4:00-16:00. Spenningur hefur stigmagnast dag frá degi og held ég að spenningurinn sé í hámarki í dag 🙂 Í hópastarfi í gær

bökuðum við gerbollur sem við ætlum að bjóða foreldrum/forráðamönnum upp á og nú er spurt meir en aðra daga hvað klukkan sé og hvenær foreldrakaffið byrji.

Nú hafa verið blautir dagar og frábært að leika sér úti í pollunum, búa til alls kyns skurði eða búa til drullukökur. Þá eru aukaföt meira notuð og því þarf að hafa í huga að bæta í kassana. Stundum erum við inni að leika okkur eftir hádegi þar sem nokkuð vantar af aukafötum. En það kemur líka fyrir að við erum inni eftir hádegi af því að börnin eru svo dugleg og upptekin í alls kyns leikjum 🙂

Minnum á að þeir sem fylgja börnunum í leikskólann verða að fylgja þeim til kennara þannig að við sjáum að þau eru mætt í leikskólann. Einnig til að við sjáum hver kemur með barnið !

Hlökkum til að sjá ykkur í foreldrakaffinu 🙂

Eigið góða helgi,
Heleen og Elín Hulda