Vikan 21-25 september

Furan 21-25 september

Vikan er búin að vera viðburðarík að vanda.  Á mándudaginn fórum við saman í íþróttahúsið, þ.e hópurinn af Öspinni og Furunni.  Natalía setti upp mjög skemmtilega þrautabraut og höfðu börnin mjög gaman af að spreyta sig í henni.  Það var tónlist hjá Maríu á þriðjudaginn fyrir hópnn á Öspinni.

Á miðvikudaginn bökuðum við bollur fyrir foreldrakaffið og fannst krökkunum það mjög gaman og voru rosalega dugleg  að hnoða bollur.  Krakkarnir á Öspinni gerðu mjög skemmtilegar klippimyndir í hópastarfinu á fimmtudaginn.

Á föstudaginn var svo foreldrakaffið og þökkum við öllum þeim foreldrum sem komu og fengu sér kaffi og bollu fyrir komuna.