Bókadagur á föstudag !

Á föstudag er bókadagur og má hvert og eitt barn hafa með sér eina bók. Munið að merkja bókina.

Þessa viku höfum við verið að skoða stafinn

Á á

og safna hlutum á stafaborðið. Mikill áhugi er hjá börnunum að finna dót og setja á borðið.

Við fórum í íþróttahúsið í gær og gekk það mjög vel. Frábært hve margir voru komnir með íþróttaföt.

Nú er hópastarfið á fullu byrjað og verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 9:oo. Erfitt er fyrir börnin að koma inn í mitt hópastarf þar sem þau verða á eftir og ná ekki að fylgja hópnum. Gott er að hafa það í huga.

Frábært að sjá hve margir hugsa vel um að aukaföt séu í kassa barnanna sinna !

Þessi hópur virðist góður, duglegur og samrýmdur. Frábærir krakkar hér á ferð 🙂

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 🙂

Heleen og Elín Hulda