Frá Eikinni

Á mánudag vorum við að flokka laufblöð eftir því hvernig þau sneru. Þau sem sneru t.d. upp voru lituð græn, þau sem sneru niður voru lituð rauð.

Á þriðjudag vorum við í tónlist og svo skoðuðum við nýjan staf E e og hans hljóð.

Á miðvikudag fórum við í íþróttahúsið. Mikil hreyfing og æfing var í ferðinni, fyrir utan sjálft íþróttahúsið. Börnin klæddu sig í hlý útiföt, fóru svo úr þeim og fötunum sínum og í íþróttaföt. Svo fóru þau úr íþróttafötunum og í öll fötin og útifötin aftur ! Þetta er mikil æfing fyrir þau og því þarf að gefa þeim meiri tíma nú þegar kólna fer.

Á fimmtudag klipptum við út eikarlaufblöð og rifum krepappír í haustlitum og bjuggum til litlar kúlur sem límdar voru á laufblaðið. Þarna æfum við miklar fínhreyfingar þar sem verið er að klippa og búa til litlar kúlur. Einnig þarf að vera þolinmóður til að búa til margar litlar kúlur 🙂

Skipulagsdagur á föstudegi,

Takk fyrir vikuna og góða helgi 🙂