Furan 5.-9. október

Furan 5-9 október

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið í tveimur hópum og fengu börnin góða útrás þar eins og alltaf.

Á þriðjudaginn var tónlist hjá Maríu. Í hópastarfi var hópurinn á Öspinni að mála litstaverk á trönum,mjög skemmtilgt. Hópurinn á Furunni hélt áfram að vinna með taupokana sína og fer nú að styttast í að þeir verði tilbúnir. Þau stimpluðu líka handafarið sitt á blað og við hegndum þau svo í hring upp á vegg og erum búin að búa til vináttuhring, en er þetta í beinu framhaldi af dygðinni sem við erum að vinna með núna, en það er VINSEMD.

Á föstudaginn var svo málningardagur og fengu allir andlitsmálun og urðu margir spiderman og kistur til á Furunni 🙂