Furan 12.-16. október

Þá er enn ein vikan að líða undir lok og margt og mikið búið að gera í vikunni. Þó enn sé bara október erum við farin að huga að jólagjöfinni sem börnin búa til hér í leikskólanum og gefa foreldurm sínum.   Þannig að hópastarfstímarnir snúast mikið um jólagjöfina og verða foreldrar bara að bíða spenntir að sjá hvað við höfum verið að gera 😉

Á mánudaginn var ekki íþróttahús en í staðin var útivera. Asparhópurinn fór í tónlist að þriðjudaginn eins og venja er.

Í vikunni tókst okkur loksins að klára að mála á taupokana sem foreldrafélagið gaf börnunum og eru þeir komnir í kassana í fataherberginu, framvegis munum við því senda blaut útiföt heim í þessum pokum.

Við höfum fengið að finna fyrir rokinu í vikunni og hefur því útiveran verið í styttra lagi í vikunni, en vonandi fer veðrið nú að skána.

Nú eru allir krakkarnir í Furuhópnum að verða búnir að fara með Snúð heim 1x og ætlar hann að taka sér smá frí áður en hann fer í aðra heimsóknarlotu til krakkanna. En hann fær bara mjög stutta hvíld þar sem bæði honum og krökkunum finnst þetta alveg rosalega skemmtileg samvera.

Í dag föstudag er svo dótadagur og er mikil spenna í kringum það og krakkarnir dugleg að leika me dótið sitt og líka að leyfa öðrum að prófa.

Að lokum viljum við minna þá á sem koma með börnin í leikskólann á morgnana að fylgja þeim inn á deildina og passa að starfsfólk verði vart við þann sem kemur með barnið.

Góða helgi
Heiðdís Fjóla , Helga, Inga og Natalía