Furan – 19.-23. október

Furan vikuna 19-23 október 2009

Á mánudaginn fóru Furu og Asparhópurinn saman í íþróttahúsið.  Vegna fjarveru starfsfólk er búin að vera samvinna á milli Furunnar og Asparinnar allan daginn alla daga vikunnar, en hefur það farið mjög vel í börnin og finnst börnunum á Furunni mjög gaman og spennandi að fá að fara í heimsókn á Öspina.  Þau hafa skipst á að fara þangað tvö og tvö saman í hópastarf og svo hafa farið 3 í einu og borðað þar hádegismat.

Við erum á fullu að gera jólagjöfina til ykkar foreldrana og er mikil spenna í gangi í sambandi við það.  Við höfum farið út bæði fyrir og eftir hádegi í vikunni  eins og venja er, nema í gær fimmtudag en það komu allir blautir inn fyrir hádegi þannig að eftir hádegi vorum við í frjálsum leik inni.  Og nutu börnin sín vel í rólegheitum.

Á þriðjudaginn 27 október er alþjólegur bangsadagur og þá mega allir koma með bangsa með sér í leikskólann og við munum lesa bangsasögur ,syngja bangsalög leika og teikna bangsa, þriðjudagurinn verður sem sagt einn stór bangsadagur.

Við viljum minna foreldra á að kíkja í  aukafatakassan og ath  hvort eitthvað vantar í hann en þegar það er svona mikil rigning eins og verið hefur koma börnin oft blaut í gegn inn.  Taupokarnir stóru góðu sem foreldrafélagið gaf hverju barni eru nú komnir í fulla notkun og eru þeir ætlaðir fyrir blaut útiföt sem þurfa að fara heim,foreldrar koma svo pokanum hreinum í aukafatakassann aftur.