Skemmtileg vika hjá Eikinni

Á miðvikudag fórum við í gönguferð upp hjá Aldísarlundi, lékum okkur aðeins þar. Héldum svo áfram upp göngustíg og komum niður hjá bænum Hrafnagili og aftur í leikskólann. Skemmtileg ferð í fallegu veðri. Höfum hugsað okkur að nýta einn og einn miðvikudag í það að fara í göngutúr í stað íþróttahúss.
Á miðvikudag komu Martha og Alli til okkar frá slökkviliðsstöðinni. Þau ræddu um verkefnið sem elstu börnin eru að vinna með og fengu öll börn verkefnamöppu sem unnið verður með í næstu viku. Rætt var um hvenær hringja ætti í 112 og fór svo Alli í reykkafarabúning, skreið um gólfið og börnin fengu að skríða á eftir honum. Fórum svo út og fengum að sjá allt sem geymist í slökkviliðsbílnum. Allir fengu að fara upp í slökkviliðsbílinn og svo sungu börnin eitt lag fyrir þau. Mjög skemmtileg heimsókn 🙂

Í hópastarfi á fimmtudag fórum við á bókasafnið. Magga bókasafnsvörður tók á móti okkur og las fyrir okkur eina skemmtilega bók. Í framhaldi af því fengum við að skoða bókasafnið og skoða bækur . Fengum nokkrar bækur lánaðar sem við munum svo skil næst þegar við ætlum í bókasafnsferð.
Í ferðum okkar og heimsóknum gengur mjög vel. Gaman að fara með börnin í ferðir og gaman að fá heimsókn. Getum verið stolt af þeim 🙂