Eikin – 26.-30. október

Myndir frá Eikinni vikuna 26. – 30. október

Í þessari viku hefur verið nokkuð um forföll barna og einnig starfsfólks. Vikan hefur því nokkuð einkennst af mikilli hjálpsemi milli deilda. Allir í leikskólanum fóru út strax eftir morgunmat og voru elstu börnin lengst úti, eða eftir því sem veður og föt leyfðu. Við minnum á að við förum út tvisvar sinnum á dag og því nauðsynlegt að hafa allan útbúnað fyrir það.

Á þriðjudaginn héldum við upp á alþjóðlega bangsadaginn. Allir komu með einn bangsa í leikskólann og svo bjuggum við til bangsa. Lituðum, klipptum og límdum. Hengdum svo bangsana upp þar sem allir bangsarnir leiðast og sýna vinsemd. Á miðvikudaginn skoðuðum við stafinn H og hans hljóð. Davis féll niður þessa viku og einnig tónlist og íþróttahús. Í staðinn hefur því dagurinn verið nokkuð frjáls, en rólegur og góður.

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir