Furan – 26.-30. október

Furan 26-30 október

Það hefur verið mikið um forföll í vikunni bæði hjá börnum og starfsfólki,  börnin hafa því farið mikið í heimskóknir á milli deilda.

Á þriðjudaginn var alþjólegi bangsadagurinn og þá máttu allir koma með einn bangsa með sér að heiman.  Bangsarnir fengu svo að vera með í leik með börnunum og var það mjög skemmtilegt.  Hópastarfið féll niður í vikunni en í staðinn vorum við mikið úti að leika og einnig inni í frjálsum leik.

Á föstudaginn var svo rugludagur í leikskólanum og komu þá börnin í t.d peysu á röngunni og mörg þeirra fóru í t.d pollajökkunum öfugum út þ.e snéru þeim framhliðinni aftur o.s.frv.

Góða helgi Heiðdís Fjóla, Helga, Inga og Natalía