Eikin 9.-13. nóvember

Eikin 9.-13. nóvember
Á mánudaginn bættist við hópinn á Eikinni. Alexander Búi byrjaði hjá okkur og við bjóðum hann velkominn. Nú eru börnin orðin tuttugu og tvö börn, 8 strákar og 14 stelpur.
Það sem við gerðum þessa vikuna var nú ýmislegt skemmtilegt. Á mánudaginn æfðum við fínhreyfingar. Allir æfðu fjórar mismunandi fínhreyfingar á 15 mínútna fresti. Einskonar stöðvavinna nema börnin voru á sínu borði í sínum hóp en kassarnir með æfingunum flökkuðu á milli borða. Það var farið eftir leiðbeiningum, sett saman kubba, þræddar perlur og fleira. Gekk mjög vel enda áhugasamir og glaðir krakkar á ferð. Á fimmtudaginn teiknuðum við sjálfsmynd.
Í dag, föstudag, er bangsadagur og komu allir með einn bangsa með sér. Það virðist ekki leiðinlegt að fá að koma með bangsann sinn með sér í leikskólann. Séra Hannes kom til okkar og við sungum saman og hlýddum á skemmtilega frásögn. Börnin sátu dolfallin og virtust hafa mjög gaman af frásögninni og tóku virkan þátt í söngnum.
Myndir fylgja með úr tónlistartíma, útiveru, bangsadegi og samverustund með Séra Hannesi.