Eikin 16. – 20. nóvember

Á mánudaginn héldum við upp á dag íslenskrar tungu. Við ræddum aðeins um daginn og um Jónas Hallgrímsson sem hafði fæðst þennan dag. Sumum fannst það nú ekkert merkilegt þar sem við þekkjum hann ekki neitt.  Eftir hádegi fórum við á hátíðina í íþróttahúsinu. Horfðum á öll skemmtiatriðin því það gekk svo vel. Þegar við komum aftur í leikskólann í kaffitíma var mikið rætt um myndina sem unglingastigið gerði um djáknann á Myrká. Þá var mest rætt um manninn sem datt í ána og beinagrindina sem var klædd í föt. Mjög skemmtileg ferð sem gekk vel.

Eikin 20. nóvember

Á þriðjudaginn fórum við í tónlist hjá Maríu og svo skoðuðum við stafinn Í í og hans hljóð. Lituðum svo mynd af stafnum. Á miðvikudag var svo rosalega fallegt veður að þá var ákveðið að fara í göngutúr í staðinn fyrir að fara í íþróttahús. Tókum með okkur mjólkurkex og kakó. Ferðin gekk í fyrstu vel og svo tók aðeins á þegar gengið var upp í Aldísarlund og þar upp stíg sem liggur suður og upp. Þar stoppuðum við og fengum okkur nesti. Gengum svo niður hjá Hrafnagili og meðfram þjóðvegi aftur í leikskólann. Ferðin gekk vel og ótrúlega fallegt, kalt en stillt veður. Þegar svona kalt er í veðri og snjór úti eru gúmmístígvél of köld þó börnin séu í ullarsokkum. Sérstaklega þau sem ekki eru fóðruð.

Á fimmtudag kom Arna Ýr úr 7.bekk og las fyrir okkur um hann Elmar. Síðan var stöðvavinna. Á einni stöð var málað á krukkur sem hengdar verða upp í Aldísarlundi einhvern dag í desember. Ætlum að hafa notalega jólastund þar. Á annarri stöð var litað, klippt og límt. Þið fáið ekki að vita hvað við gerðum á þriðju og fjórðu stöð, það er alsherjar leyndarmál J
Á föstudag, í dag, var bókadagur. Lesið var upp úr öllum bókunum, einni opnu úr hverri bók. Sungum og svo teiknuðu allir eina mynd, alveg frjálst val um myndefni. Blautur dagur og allir inni eftir hádegi eftir góða skemmtun úti í pollum, drullusvaði og fleiru J
Eigið góða helgi