Eikin 23.-27. nóvember

Eikin 23.-27. nóvember

Hópastarfið þessa viku er búið að vera eins og síðustu viku, stöðvavinna. Hún gengur vel og börnin eru orðin vön rútínunni og vita hvað þau gera næst eða hvað þau eiga eftir að gera. Á þriðjudag var tónlist hjá Maríu og á miðvikudag fórum við í íþróttahúsið.
Þessa viku kom inn smá prjónaáhugi hjá mörgum börnum á deildinni, þá var setið og puttaprjónað eins og á prjónaverksmiðju. Á föstudag var vasaljósadagur og virtist sem börn og starfsfólk hefðu gaman af þeirri uppákomu enda alveg frábær tími nú í desember til að leika með vasaljós.