Furan 23.-27. nóvember

Við komumst loksins í íþróttahúsið á mánudaginn eftir langt hlé og var það mjög gaman og mikið hlaupið og gerða allskonar æfingar.

Á fimmtudaginn fórum við öll saman á Furunni í göngutúr upp í Aldísarlund, börnin voru mjög dugleg að labba í snjónum og kuldanum.  Við fórum heljar stóran hring í skóginum og það var mikið fjör þega við annað hvort hlupum eða renndum okkur á rassinum niður brekkuna.

Á föstudaginn átti Kristbjörn Logi 3 ára afmæli og var að sjálfsögðu flaggað í tilefni dagsins,  það var líka vasaljósadagur hjá okkur og fórum við öll mjög vel upplýst inn í helgina
Góð helgi , starfsfókl Furunnar.