Frá Furunni

Eftir mikil forfoll vegna veikinda bæði hjá starfsmönnum og börnum er allt að komast í eðlilegt horf.

Það hafa tveir nýjir strákar bæst í hópinn hjá okkur annar í Asparhópinn, hann heitir Ari en hann byrjaði í október og svo hann Fannar Nói sem er í furuhópnum sem byrjaði í síðustu viku.

Systurnar Guðrún og Sóveig eru báðar búnar að eiga afmæli núna í Nóvember og óskum við þeim til hamingju með það og var að sjálfsögðu flaggað í tilefni afmælanna.

Við viljum biðja foreldra að passa vel upp á að það séu aukaföt í kössunum og einnig að börnin séu með viðeigandi útiföt, en eins og flestir vita er veðrið fljótt að breytast og suma daga fara börnin í kuldagöllunum út fyrir hádegi en pollaggöllunum eftir hádegi. Einnig er mjög mikilvægt að allt sé vel merkt með nafni barnsins.

Á morgun föstudaginn 20 nóv er bókardagur hjá okkur og þá mega allir koma með bók með sér í leikskólann og einnig fá allir bókarmerki með sér heim.

Kveðja frá starfsfólki Furunnar