Furan 30. nóv – 4. des

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið , fyrst fór Asparhópurinn og svo Furuhópurinn.  Við settum upp þrautabraut og fannst öllum þetta mjög gaman og er sérstaklega gaman að hanga í köðlunum og passa að krókdílarnir bíti ekki í tærnar;).
Á Þriðjudaginn var tónlist hjá Öspinni.  Á  fimmtudaginn komu krakkar úr 7 bekk úr skólanum og lásu fyrir börnin á öspinni, en það hafa komið krakkar úr 7 bekk og lesið fyrir þau á fimmtudögum síðan 16 nóv og verður þetta svona fram á vor.
Á föstudaginn var náttfatadagur og eingóm gleði og gaman
Við erum svo á fullu að undirbúa jólin og eru ýmsar uppákomur framundan.
Á mánudögum kl 9:15 koma allir í leikskólanum saman á Furunni og við syngjum nokkur jólalög saman og kveikjum á aðventukrans.
Kveðja frá starfsfólki Furunnar