Furan 7.-11. desember

Furan 7.-11. desember

Við erum komin í jólagírinn í leikskólanum og á mánudaginn hittist allur leikskólinn á Furunni og söng saman nokkur jólalög og einning kveiktum við á aðvenntukransinum. En þetta ætlum við að gera á mánudögum kl 9:15 fram að jólum.

Við höfum nýtt morgnana í útiveru en verið inni eftir hádegið í ýmisskonar jólastússti sem ekki má segja frá;)
Á miðvikudaginn hittist svo allur leikskólinn í Aldísarlundi og áttum við virkilega skemmtilega stund Þar saman. Börnin á Eikinni voru búin að útbúa kertaluktir sem þau voru búin að hengja í trén og Séra Hannes kom og var með helgistund og söng nokkur jólalög með okkur. Færðin var reynda svolítið erfið en það var mjög mikil hálka og var svolítið erfitt að komast uppeftir, en það var lítið mál að fara til baka, börnin renndu sér á rassinum niður snjóinn og skemmtu sér konunglega.
Á föstudaginn (11des) er buffdagur og þá mega allir koma með buff og vera með það bæði inni og úti.
Við viljum að lokum minna foreldra á að koma með taupokana aftur í leikskólann, en það ber svolítið á þvi að þeir skila sér ekki aftur í hólf barnann eftir að þeir hafa farið heim. Tilgangurinn með pokunum er að nota þá til að senda blaut og skítug föt heim og því þurfa þeir að skila sér strax aftur í leikskólann. Einnig er nauðsynlegt að fara vel yfir fatakassa og útiföt barnanna  á hverjum degi í veðri eins og verið hefur í þessari viku.. þau hafa komið mjög skítug og blaut inn og er því fljótt að tæmast úr aukafatakassanum.
Góða helgi
Starfsfólk Furunnar