Furan 14.-18. desember

Vikan var mjög skemmtileg og viðburðarík og margt að gera.  Við byrjuðum á því að hittast allurleikskólinn á mánudagsmorgninum og syngja saman nokkur jólalög og kveikja á aðventukransinum.

Á þriðjudaginn örkuðum við öll saman í jólagarðinn, þar hittum við jólasveininn, sungum nokkur jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð.  Svo fengu allir að leika sér smá stund í garðinum og kíkja á glugga á jólahúsinu:)  jólasveinninn gaf svo öllum pakka sem börnin fengu að taka með sér heim.  Þetta var virkilega skemmtileg stund og börnin mjög dugleg að labba þessa leið í jólagarðinn og vorum við mjög heppin með veður, algjör stilla og þurrt:) .   Á miðvikudaginn fórum við til Valda kokks, en hann var búin að breyta mötuneytinu í þetta fína kaffishús fyrir okkur og bauð hann okkur upp á ljúffengar kleinur sem við renndum niður með heitu kakói.

Fimmtudagurinn   var með nokkuð eðlilegu móti en á föstudaginn var jólaballið og þá var nú mikið fjör og gaman.  Við hittumst öll á Eikinni kl 10:00 en krakkarnir á Eikinni voru búin að skreyta jólatré og skreyta deildina sína þannig að það var mjög jólalegt um að litast hjá þeim.  Við byrjuðum á að dansa í kringum jólatréð og sungum að sjálfsögðu jólalögin hátt og snjallt.  Þegar við vorum búin að syngja nokkur lög byrtust jólasveinarnir og skelltu þeir sér með okkur í hringinn og tóku undir sönginn, þetta voru þeir skyrgámur og pottaskefill og vöktu þeir verðskuldaða athygli og náðu mjög vel til barnanna.  Þegar allir voru búinar að dansa nóg fóru allir á sína deild og jólasveinarnir komu svo í heimsókn á hverja deild,sungu nokkur lög, röbbuðu við börnin og gáfu þeim svo poka með tannbursta og mandarínum í kveðjuskyni.  Þetta voru virkilega skemmtilegir jólasveinar og engin hræddur við þá kalla:).

Í vikunni var líka eitt afmælisbarn, en hún Margrét Dana varð 3 ára á þriðjudaginn 15 des og óskum við henni til hamingju með daginn.
Eins og sjá/lesa má var nóg að gera í vikunni en það má reikna með að næsta vika verði mun rólegri:)
Góða helgi starfsmenn Furunnar