Fréttir frá leikskóladeild

Þá er þessi fyrsta vika eftir páskafrí liðin. Við á leikskóladeild höfum nýtt góða veðrið í útiveru. Í dag föstudag er búningadagur hjá okkur og hér voru mættar í morgun allavega furðuverur og hetjur sem hafa skemmt sér vel í dag bæði úti og inni. Í morgun hittumst við öll á Furunni og sungum saman nokkur lög og svo fóru allir út að leika sér.

Næsta fösudag 16 apríl er ömmu og afa kaffi hjá okkur, en þá mega börnin bjóða ömmu og afa í kaffi milli kl 14 og 15:45. Ef amma og/eða afi komast ekki þá mega þau að sjálfsögðu bjóða einhverjum öðrum í staðinn, frænku,frænda eða bara mömmu eða pabba.

Kveðja frá leikskóladeild