Rugldagur í leikskólanum

Á föstudaginn er rugludagur í leikskólanum, þá koma sumir í ranghverfum fötum, við ruglum saman deildum með því að hafa opið milli deilda og söngstundin verður á sínum stað kl.9:10.

Þegar við erum búin að hafa opið milli deilda og syngja fáum við köku hjá Bryndísi í tilefni af degi leikskólans sem er á sunnudaginn.  Af því tilefni tökum við þátt í sýningu á Amtsbókasafninu um námsgögn í leikskólum og hvetjum við ykkur til að skoða hana. Sýningin er opin út febrúarmánuð.