Nýir starfsmenn við leikskólann

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í leikskólann. Helga Aðalbjörg Bjarnadóttir var ráðin í hlutastarf á Öspina og afleysingar og einnig höfum við ráðið Daiva Tumaité í afleysingar eftir þörfum. Bjóðum við þær velkomnar til starfa. Í dag vorum við með rugludag og opið á milli deilda og erum að prófa okkur áfram með tíma og viðfangsefni. Næsta föstudag verður einnig opið á milli deilda en tilboð verða í boði á deildunum sem hér segir: Furan verður með sandkarið í boði, Björkin verður með leir, Eikin verður með vatnsliti og Öspin með Playmo. Stundin tekur 40 mínútur og byrjar eftir söngstundina. Við þökkum ykkur fyrir vikuna og óskum ykkur góðrar helgar.