Fréttir frá leikskóladeild

Kæru börn og foreldrar.

Fyrst af öllu vil ég þakka foreldrum fyrir góða mætingu á foreldrakaffið okkar síðasta föstudag, það var mjög gaman að sjá svona mörg andlit, þó af einhverri ástæðu þá komu langflestir á svipuðum tíma en við því er nú lítið að gera.  Næst ætlum við að hafa ömmu og afakaffi 27. apríl kl.14-16 svo það má fara að láta fólkið vita.

Í dag fara öll börnin með bolluvendi heim og geta þá bollað sitt heimafólk á mánudaginn.  Börnin fá svo bollu í leikskólanum.  Á Sprengidaginn fáum við svo saltkjöt og baunir. Þá er það Öskudagurinn.  Börnin mega koma í búningum eða hafa þá með.  Alltaf eru einhver börn sem vilja ekki fara í búning og getur þá dugað þeim minnstu að koma t.d. í náttfötum.  Allir deildarstjórar eru sammála því að fylgihlutir með búningunum séu leyfðir þennan dag.  Það er bara sama regla og með annað dót að heiman, ef það truflar á einhvern hátt þá geyma þau dótið í hólfinu sínu.

Við verðum með töluverða dagskrá þennan dag, syngum fyrir hvert annað, sláum köttinn úr tunnunni og höldum dansleik. 

  Fréttir frá umhverfisnefnd

 Að síðustu langar mig að minna foreldra á þá reglu að systkini verða að vera orðin 12 ára til þess að mega sækja börn í leikskólann.

 Bestu kveðjur Sigurveig aðstoðarleikskólastjóri Hrafnagilsskóla leikskóladeild