Aðstoðarleikskólastjóri ráðinn

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.

Hrund er með leyfisbréf á leikskólastigi en er menntaður grunnskólakennari með 14 ára reynslu, þar af 10 ára stjórnunarreynslu, aðallega á yngsta stigi grunnskólans. Hún skrifaði lokaverkefni sitt í KHÍ um leik 5 og 6 ára barna og mikilvægi hans í starfi leik- og grunnskóla. Hrund er boðin velkomin til starfa mun fara í fullt starf frá og með 2. maí.