Dans í leikskólanum

Elín Halldórsdóttir verður með dansnámskeið í leikskólanum frá og með 21. mars næstkomandi.  Um er að ræða 8 skipti. Yngstu börnin á Furunni verða í tímum inn á sinni deild en allir hinir fara út í Laugarborg í danstíma.  Námskeiðið kostar 3000 kr fyrir hvert barn, 2000 fyrir systkini og frítt er fyrir þriðja systkini  Ef einhver vill ekki taka þátt þá vinsamlegast hafið samband við Sigurveigu, sem einnig tekur við öllum greiðslum.