Öskudagur

Í dag er Öskudagur og mættu börnin í búningum í tilefni dagsins. Börnin sungu fyrir hvert annað og fengu að launum saltstangir. Þegar allar deildir voru búnar að syngja fyrir hverja aðra var haldið grímuball og kötturinn sleginn úr tunnunni.
Eins og sjá má á myndunum frá deginum skemmtu börn og starfsfólk sér konunglega. Takk fyrir góðan dag!