Dansinn byrjaður!

Þá er Elín Halldórsdóttir byrjuð hjá okkur með dansnámskeið.  Við vorum í leikskólanum í dag en næstu skipti verðum við í Laugarborg fyrir utan alyngstu börnin en þau verða á Furunni.    Danstími verður einnig miðvikudaginn 30. mars og fellur þá niður tími sem átti að vera 11. apríl. Íþróttir á Eikinni og Öspinni falla niður þennan dag. Þar sem enginn hefur haft samband og ætlar ekki að vera með í dansinum verðum við víst að rukka ykkur, vinsamlegast borgið hjá Sigurveigu á skrifstofunni.

Í dag byrjuðu tvö börn á Furunni.  Það eru þau Leopold og Freyja Rán.  Bjóðum við þau og fjölskyldur þeirra velkomin í leikskólann.

Linda Brá byrjar svo að vinna hér í föstu starfi frá og með 4. apríl og verður hún á Öspinni.  Helga Aðalbjörg verður fast frá þessari viku á Furunni.

Minnum svo á dótadaginn næsta föstudag, eitt leikfang á mann, ef margir fylgihlutir eru með er hætt við að dótið týnist.