Brunaæfing og fleira

í dag byrja á Furunni tveir drengir.  Það eru þeir Sölvi og Mikael Árni.  Bjóðum við þá og fjölskyldur þeirra velkomin í leikskólann.  Þá verða börnin í leikskólanum orðin 57 talsins.

Deildarstjórar munu hafa undir höndum umslög með endurgreiðslunum fyrir dansinn og afhenda ykkur við tækifæri.

Björgunaræfing verður í leikskólanum 14, apríl kl. 10:00.  Þá munum við æfa rýmingu í húsinu.  Slökkviliðið og lögreglan munu koma á staðinn.  Æfingin er gerð með það að markmiði að gera okkur öruggari ef einhver vá ber að höndum, einnig er hún til að kenna okkur í verki hvað við getum gert betur. Björgunaráætlun leikskólans hefur verið endurskoðuð og starfsmenn hafa tekið eina rýmingaræfingu.  Gott er að ræða um þetta við a.m.k. eldri börnin í rólegheitum og sem sjálfsagðan hlut.  Ef við höldum ró okkar er líklegra að börnin geri það líka.  Minnum aftur á æfinguna þegar nær dregur.  Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við deildarstjóra eða Sigurveigu.