Tilkynning frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla

 Dansnámskeið fyrir leikskólabörnin á vegum Elínar Halldórsdóttur er nú hafið í leikskólanum og Foreldrafélagið ætlar að greiða námskeiðisgjaldið. Þeir foreldrar sem þegar hafa greitt gjaldið er bent á að sækja endurgreiðsluna til Sigurveigar.

 Í dymbilvikunni ætlar Leikfélag Menntaskólans á Akureyri að sýna börnunum leikskýninguna Litla ljóta andarungann og er sýningin unnin í samstarfi við Heimili og skóla. Sýningin verður í Laugarborg þriðjudaginn 19. apríl kl. 10. Foreldrar og systkini eru einnig velkomin á sýninguna.Að lokum hvetjum við foreldra til að fjölmenna á fyrirlestur Húgós Þórissonar sálfræðings sem verður í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 13. apríl kl. 20. Þar ætlar hann að fjalla um samskipti foreldra og leik-og grunnskólabarna.

 Með kveðju,

Foreldrafélagið