Fréttir 27. apríl 2011

Eitthvað hefur misfarist hjá okkur auglýsing á heimasíðunni síðan í mars þar sem auglýst er ömmu og afakaffi í dag.  Það er ekki rétt, þess í stað verður það föstudaginn 6. maí 2011 kl.14:00-16:00.   biðjum við ykkur innilega afsökunar á þessu, og vonum að ekki hafi  mikil óþægindi hlotist af þessu.

Í maí byrjar svo Hrund Hlöðversdóttir og Sigurveig verður afleysing í húsinu þar til hún hættir við sumarlokun.  Haraldur Ölvir Jónsson hefur látið af störfum og þökkum við honum samstarfið.  Í sumar verðum við með nokkra hér í vinnu sem hafa verið í afleysingum og hlutastarfi.  Það eru Hildur Ýr Sigþórsdóttir, Daiva Túmaite og Lilja Rögnvaldsdóttir.  Þær verða um allt húsið eftir þörfum.