Danssýning og nestisdagur

Dansýningar verða í Laugarborg mánudaginn 16. maí.
Sýning er hjá hverri deild á þeim tíma sem börnin hafa verið í danstímum hjá
Elínu að undanförnu.
 
Furan eldri hópur á Spóum kl. 9:30-10:00
Öspin kl. 10:00-10:30
Eikin kl. 10:30-11:00
Björkin kl. 11:00-11:30
 
Foreldrar eru velkomnir á sýninguna og gaman væri ef börnin mættu í betri fötunum og í spariskóm.
 
 
Nestisferð
 
Á morgun föstudaginn 13. maí ætla allar deildar að fara í gönguferð og borða nesti sem börnin hafa með sér að heiman.
 
Hentugt nesti er t.d. ein brauðsneið, ávaxtabiti og ávaxtadrykkur eða vatn í brúsa.
(Vinsamlegast skiljið sætindi og gos eftir heima).