Endurmenntunardagur og Krummadagur

Endurmenntunardagur

Föstudagsmorguninn 20. maí (frá opnun og fram til klukkan 12:00) er endurmenntunardagur starfsfólks leikskólans. Börnin mæta því í leikskólann klukkan 12:00 þennan dag og byrjað er á því að borða hádegismat.

Krummadagur

Föstudaginn 27. maí klukkan 14:00 höldum við vorhátíðina okkar hér í leikskólanum á Krummadegi. Yfirskrift hátíðarinnar er SUMAR og við ætlum að syngja og sýna atriði sem tengjast sumrinu. Við byrjum á hátíð í Laugarborg þar sem hver deild er með atriði á sviði, sungin verða skemmtileg sumarlög og elstu börnin útskrifuð frá leikskólanum. Eftir dagskrána í Laugarborg förum við yfir í leikskólann þar sem haldið verður áfram með hátíðina. Foreldrafélag leikskólans býður upp á grillaðar pylsur, safa og ís. Hoppukastali verður á staðnum og mikið fjör. Á deildunum og á sameiginlegum svæðum leikskólans verða til sýnis listaverk barnanna sem er afrakstur af listastarfi vetrarins. Vonandi sjá sér allir fært um að taka þennan tíma frá og mæta á hátíðina. Allir eru velkomnir, foreldrar, systkini, afar og ömmur.