Sundnámskeið vorið 2011

 Boðið verður upp á sundnámskeið fyrir börn fædd 2007, 2006 og 2005

 Samstarf verður með leikskólanum líkt og fyrri ár þar sem starfsfólk fylgir börnunum til og frá sundlaug.  Einnig verður sundkennari með aðstoðarfólk í sundlauginni.

Kennt er í 40 mín, alls 10 skipti og kostar 6.000 kr.

Boðið er upp á systkinaafslátt (10% með einu systkini 20% með tveimur).

Námskeiðið mun hefjast fimmtudaginn 9. júní og ljúka föstudaginn 24. júní. 

Sundkennslan fer fram á leikskólatíma, Öspin á tíma kl. 9:00 Eikin  kl. 9:40 og Björkin 10:20. Skráning fer fram á þessu blaði í leikskólanum eða hjá Ingibjörgu Isaksen s. 896-4648 / isaksen@akmennt.is. Vinsamlegast gangið frá greiðslu á skrifstofu hjá Hrund.