Pödduþema og Sundkennsla

Pödduþema – pöddusýning

Núna í júní hafa börn og fullorðnir í leikskólanum verið áhugasamir um smádýrin sem eru allt í kringum okkur.  Bæði hafa þau verið skoðuð og einnig sett í listaverk. Seinnipartinn fimmtudaginn 23. júní ætlum við að halda pöddusýningu á leikskólalóðinni fyrir framan aðalinnganginn. Foreldrar/ forráðamenn eru beðnir um að skoða sýninguna um leið og þeir sækja börnin í leikskólann.

 

Sundkennsla

Þessa dagana fer fram sundnámskeið í þremur elstu deildum leikskólans. Námskeiðið er val foreldra og kennari er Ingibjörg Isaksen.

Einhverjir foreldrar eiga eftir að greiða fyrir námskeiðið og eru þeir beðnir um að gefa sig fram við Hrund á skrifstofunni og greiða sem fyrst. Hægt er að greiða í gegnum heimabanka.