Sumarfrí

Leikskóladeild Hrafnagilsskóla er lokuð frá 11. júlí til 8. ágúst. Mánudaginn 8. ágúst er starfsdagur en börnin mæta þriðjudaginn 9. ágúst á þeim tíma sem þau eru vön að mæta. Allir mæta á sínar gömlu deildir en starfsfólk hjálpar eldri börnunum á Furunni að taka dótið sitt og flytja yfir á Björkina sem verður þeirra nýja deild næsta vetur. Eins flytja börnin á Björkinni yfir á Öspina þennan dag. Yngri börnin á Furunni og börnin á Eikinni verða áfram á sínum deildum.

Síðustu vikur fyrir sumarlokun var ýmislegt skemmtilegt brallað. Við hvetjum ykkur til að skoða sumarmyndir frá leikskólastarfinu.

Hafið það gott í sumarfríinu.