Foreldrakynning

Mánudaginn 5. september kl. 20:00-21:00 verður kynning á starfi leikskólans haldin fyrir foreldra/ forráðamenn í húsnæði leikskólans. Þar gefst tækifæri á að hitta allt starfsfólk leikskólans, heyra um þær áherslur í starfi sem verða í vetur og spjalla.

Mikilvægt er að fólk gefi sér tíma til að koma og vera með okkur í leikskólanum. Þessar stundir eru mikilvægar til að efla samstarf leikskólans og heimilanna. Nám og uppeldi barnanna er samvinna skóla og heimila. Með von um góða þátttöku

Hrund, stjórnandi leikskóladeildar Hrafnagilsskóla