Opið hús

Föstudaginn 16. september verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla og þá er opið hús í grunnskólanum og leikskólanum. Leikskólinn verður með opið hús frá klukkan 9:00- 16:00. Foreldrar/ forráðamenn eru hvattir til að koma í leikskólann og líta við inni á deild sinna barna. Ekki verður um sérstaka dagskrá að ræða umfram það starf sem fer fram á föstudögum en gaman væri að sjá sem flesta og allir eru velkomnir.