Bangsavika 24. – 28. október

Í leikskólanum er bangsavika 24. – 28. október. Þá mega leikskólabörn koma með bangsa og bangsabækur í leikskólann og hafa í leikskólanum út vikuna.

Bangsavikan er haldin sömu viku og alþjóðlegi bangsadagurinn er haldin hátíðlegur en síðustu árin hefur færst í aukana að gera eitthvað skemmtilegt í leik- og grunnskólum í tilefni af honum.

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Dagurinn er einnig fæðingardagur Theodore Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem gekk undir gælunafninu Teddy. Hann var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnarhúni og sleppt honum. Dagblaðið, Washington Post, birti skopmynd af þessum atviki árið 1902. Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifin af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy‘s bear. Hann skapaði með þessu nýtt barnaleikfang sem hefur mörgu barninu verið mjög dýrmætt. Í dag eru leikfangabangsar og önnur tuskudýr orðin vinsælir leikfélagar barna um allan heim.

 

clip_image004clip_image002[4]

Mynd af Theodore Roosevelt ásamt skopmynd