Dagur íslenskrar tungu, grænn dagur og grænfáni

 Á morgun miðvikudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þá er hátíð hjá okkur í leikskólanum. Klukkan ellefu fáum við grænfánann en það er viðurkenning fyrir gott starf í umhverfismálum.

Við hvetjum alla til að mæta í grænum fötum á morgun eða með eitthvað grænt (buff, skart eða annað slíkt).

Þegar grænfáninn verður dreginn að húni er foreldrum velkomið að koma og vera viðstaddir athöfnina.