Foreldrakaffi á föstudaginn

Föstudaginn 25. nóvember bjóða börnin í leikskólanum foreldrum í foreldrakaffi á tímabilinu 14 – 16. Foreldrum er velkomið að koma hvenær sem er á þessum tíma. Á boðstólnum verður kaffi, mjólk og piparkökur sem börnin hafa tekið þátt í að baka. Hugmyndin með foreldrakaffinu er að foreldrar gefi sér tíma til að setjast niður með barni sínu í leikskólanum og eiga notalega stund.