Dagur leikskólanna

Dagur leikskólanna er 6. febrúar að ári hverju. Að því tilefni ætlum við að þessu sinni að bjóða upp á
myndlistarsýningu á verkum leikskólabarnanna í íþróttamiðstöðinni (við Hrafnagilsskóla)  3.- 8. febrúar.
Myndirnar munu hanga á veggnum gegnt búningsklefunum og einnig í gluggum frammi í anddyri.
Gaman væri að foreldrar og aðrir gestir sæju sér fært um að gera sér ferð í íþróttamiðstöðina til að skoða listaverk barnanna.