Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um Jákvæðan aga. Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun kosta 1.500 kr. pr. þátttakanda. Námskeiðið verður haldið í Naustaskóla þrjú síðdegi frá kl. 17-19, þ.e. miðvikudaginn 29. febrúar, þriðjudaginn 6. mars og þriðjudaginn 13. mars. (Þetta er að hluta til upprifjun og endurtekning á námskeiði sem haldið var síðastliðinn vetur, kynning á stefnunni, ýmis gagnleg ráð fyrir uppalendur og tækifæri til að skiptast á ráðum varðandi uppeldi barnanna okkar.  Síðan er ætlunin að bjóða upp á ítarlegra 7 vikna námskeið næsta haust.)   Áhugasamir um þriggja kvölda námskeið framangreinda daga eru beðnir um að skrá sig með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan og fylla út reitina sem þá birtast. Haft verður samband við þátttakendur með tölvupósti þegar nær dregur, áhugasamir vinsamlegast skrái sig fyrir 10. febrúar. 

http://www.surveymonkey.com/s/LLPQMWN