Foreldrakaffi og öskudagur

 Föstudaginn 17. febrúar bjóða leikskólabörnin foreldrum sínum í heimsókn í leikskólann á tímabilinu 14:00-16:00. Foreldrum er velkomið að koma einhvern tíma á því tímabili og setjast niður í matsalnum með barni sínu. Boðið verður upp á niðurskorið grænmeti, kaffi, mjólk og vatn.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að fylla út foreldrakönnun meðan þeir dvelja í leikskólanum en hún er hluti af okkar innra mati og skiptir máli í allri framþróun leikskólastarfsins.

Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur. Þann dag er fullur leikskóladagur og börnin eru hvött til að mæta í búningi í leikskólann. Þau geta fengið andlitsmálningu í leikskólanum ef þess er óskað. Þennan dag fara börnin á milli deilda og syngja hvert fyrir annað. Slegið er upp öskudagsballi í matsalnum og kötturinn (popp) sleginn úr tunnunni. Boðið er upp á popp, saltstangir og rúsínur aukalega þennan dag.