Öskudagur

Á Krummakoti var haldin hátíð á öskudegi. Börnin mættu prúðbúin í öskudagsbúningum af öllum mögulegum gerðum. Deildirnar skiptust á að syngja hver fyrir aðra og fengu börnin saltstangir að launum fyrir sönginn. Mikið fjör var síðan á öskudagsballinu og spennandi var að vita hvað kæmi út úr tunnunni. Ekki var það köttur en börnin urðu mjög glöð þegar popppokar og rúsínupakkar birtust. Eftir hádegi var farið með 4 og 5 ára börnin í nokkur fyrirtæki hér í nágrenninu og sungin öskudagslög. Börnin fengu að launum smá góðgæti sem þau tóku með sér heim í lok dagsins. Hér má sjá myndir frá öskudeginum. Fleiri myndir.